Cahill er kominn aftur en Hibbo er líklega sá eini sem gæti verið fjarri góðu gamni. Fimm leikmenn verða að líkindum ekki með Blackpool (Basham, Crainey, Clarke, Gilks & Martin, Kornilenko) og tveir aðrir verða metnir á leikdag (fyrirliðinn Charlie Adam og Vaughan).
Við höfum ekki tapað í síðustu 6 leikjum gegn Blackpool. Blackpool, á hinn bóginn, hafa nú tapað 7 af sínum síðustu 8 leikjum. Það er annars kominn tími til að við sýnum sömu frammistöðu gegn minni liðunum og við höfum gegn þeim stóru og komum einbeittir til leiks á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 15:00.
Comments are closed.