Everton vs. Blackpool

Cahill er kominn aftur en Hibbo er líklega sá eini sem gæti verið fjarri góðu gamni. Fimm leikmenn verða að líkindum ekki með Blackpool (Basham, Crainey, Clarke, Gilks & Martin, Kornilenko) og tveir aðrir verða metnir á leikdag (fyrirliðinn Charlie Adam og Vaughan).

Við höfum ekki tapað í síðustu 6 leikjum gegn Blackpool. Blackpool, á hinn bóginn, hafa nú tapað 7 af sínum síðustu 8 leikjum. Það er annars kominn tími til að við sýnum sömu frammistöðu gegn minni liðunum og við höfum gegn þeim stóru og komum einbeittir til leiks á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 15:00.

Comments are closed.