Arsenal vs Everton

 Hörkuleikur í kvöld við Arsenal á Emirates leikvanginum kl. 19:45. Flestir leikfærir nema Hibbo (veikur) og Cahill (hvíldur eftir að hafa unnið silfur í Asian Cup). Anichebe verður metinn á leikdegi. Hjá Arsenal eru Nasri, Squillaci, og líklega Frimpong, Vermaelen og Fabianski ekki leikfærir en van Persie líklega með. 

Arsenal hafa ástæðu til að óttast Saha (eins og myndin sýnir), enda hefur hann skorað 3 mörk í sínum síðustu 4 leikjum. Við höfum annars aðeins tapað einu sinni í síðustu sex leikjum gegn topp liðunum fimm og erum einnig taplausir í síðustu fimm leikjum. Höldum því áfram. Ekkert jöfnunar-grísamark frá Arsenal í uppbótartíma í þetta skiptið.

Comments are closed.