Arsenal – Everton 2-1

 Það var sárt að tapa þessu eftir að hafa komist 0-1 yfir með marki frá Saha en ég kýs að líta á björtu hliðarnar og það var margt mjög jákvætt sem má taka út úr þessum leik. Til dæmis að við spiluðum á góðum köflum eins og við værum á heimavelli á móti liðinu í öðru sæti deildarinnar. Þetta var jafnframt fyrsti tapleikurinn í síðustu sex leikjum og Saha var að skora sitt fjórða mark í fimm leikjum. Fellaini var stórkostlegur á miðjunni og Arteta virðist vera að lifna við líka. Gaman að sjá miðjuna koma svona rótsterka inn annan leikinn í röð. Ég vil meina að þetta gefa góða von fyrir framhaldið.

Einkunnir Goal.com: Howard 6.5, Neville 6.5, Heitinga 6.5, Distin 7, Baines 7.5, Coleman 6, Arteta 5.5 (ósammála), Rodwell 7, Bily 6, Fellaini 8.5 (maður leiksins), Saha 7.5. Varamenn: Osman 5.5, Anichebe n/a. Aðallið Arsenal var með svipaða meðaleinkunn (pínulítið lakari) en enginn hjá þeim stóð upp úr. Rosicky var flopp leiksins með 4.5.

 

Comments are closed.