Við spiluðum vel og fengum nóg af færum (10 skot á rammann á móti 5 hjá Chelsea) en eins og oft áður á tímabilinu tekst okkur ekki að halda hreinu og klára leikinn. Einstaklega sorglegt þegar litið er til þess hvað við vorum miklu betri en Chelsea og þeir heppnir að vera ekki 2-0 undir rétt áður en þeir jöfnuðu. Coleman var óheppinn annan leikinn í röð að ná ekki að setja inn mark í lokin (og Beckford reyndar líka). En ef við náum upp jafn góðum leik á "brúnni" þá höfum við ekkert að óttast.
Á myndinni má sjá Distin eiga eitthvað vantalað við Saha.
Einkunnir Goal.com: Howard 6.5, Neville 5.5, Heitinga 6, Distin 7, Baines 6.5, Coleman 7, Arteta 7, Fellaini 7, Rowell 6.5, Bilyaletdinov 5.5, Saha 7.5. Tveir leikmenn Chelsea náðu yfir 7, Cech (maður leiksins) og Ramires, báðir með 8. Neville var metinn flopp leiksins.
Comments are closed.