Leikmannamarkaður frh.

 

 Þó nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við Everton (fyrir þá sem hafa magann í það að fylgjast með þeim rússíbana) :). Örugglega er eitthvað af þessu sögusagnir og hugarórar blaðamanna, en maður veit aldrei. Hér er það helsta úr vikunni sem er að líða (unnið upp úr Facebook síðu Everton.is):

Fyrst ber að nefna staðfestar fréttir að Vaughan er farinn til Crystal Palace að láni, og líklega fyrir fullt og allt í lok tímabils, fyrir annað hvort £750K eða £850K (eftir því hver segir frá).

Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið: Diego Castro (kantmaður) hjá Sporting Gijon, Stephane Sessegnon (PSG), Jelle Vossen (sóknarmaður hjá Racing Genk, sjá mynd), Bradley Johnson (23 ára miðjumaður hjá Leeds), Roman Pavlyuchenko (sóknarmaður hjá Tottenham), Garra Dembele (sóknarmaður hjá Levski Sofia), Tuncay Sanli (sóknarmaður hjá Stoke), og £3M tilboði í Nico Kranjcar (miðjumaður hjá Tottenham) hafnað (að sögn). Og já, svo er markvörðurinn Keiren Westwood nefndur líka, en það hlýtur að þykja harla ólíklegt. 🙂

Og að auki voru þessir nefndir, en þeir virðast vera farnir til annarra liða: Emanuelson (Ajax -> AC Milan), Dieumerci Mbokani (ManC -> Wolfsburg), Demba Ba (Hoffenheim -> West Ham).

 

Comments are closed.