(Uppfært 12:40 fös vegna mögulegri fjarveru Anichebe)
Þá fer að styttast í bikarleikinn á laugardaginn (kl. 12:30). Þetta verður örugglega hörkuleikur; við eigum harma að hefna eftir bikarúrslitin 2009 en það er eina tap okkar í síðustu 6 leikjum gegn Chelsea. Líklega eru allir leikfærir nema Cahill (Asia Cup) og Anichebe (mögulega meiddur á nára) en Saha sennilega klár í leikinn einnig. Menn eru annars almennt tilbúnir í leikinn eins og fram hefur komið hjá Phil Neville og Leon Osman.
Þetta er mikilvægasti leikurinn á tímabilinu hingað til — ekki missa af honum.
Comments are closed.