Leikmannamarkaður

 Af leikmannamálum er nóg að taka. Pineaar er farinn (eins og fram hefur komið) en Billy greinilega klæjar í fingurna að taka við. Ungstjarnan Eric Dier er kominn til Everton (á mynd), væntanlega að láni fyrst um sinn og Coleman og Anichebe búnir að framlengja sína samninga til 2015. Vaughan aftur á móti kominn með lánssamning við Celtic (og Yakubu til Leicester). Þó nokkrir leikmenn hafa svo verið orðaðir við Everton: Chris Eagles (Burnley), Jonathan Leager (Anderlecht), David Weather (fór til Bolton), Dale Jennings (Tranmere), Taye Taiwo (Marseille), Iwan Rakitic (Schalke 04) og Mbark Boussoufa (Anderlecht) svo einhverjir séu nefndir. Vonandi bætast við einhver andlit bráðlega en Moyes er þögull sem gröfin. Leikmannamarkaðurinn lokar 2. febrúar.

 

Comments are closed.