Pineaar seldur

Þá er það víst frágengið: Pineaar er farinn til Tottenham fyrir líklega £2,5M til £3M. Það er svolítil eftirsjá af Pineaar, enda hann búinn að standa sig vel en lengi vitað hvað í stefndi. Kannski ágætt að þessum kafla sé loksins lokið.

Þetta er ekki há upphæð svo sem en það má ekki gleyma að hann var keyptur á ekki nema um 2 milljónir punda og hefði annars farið fyrir ekkert í lok tímabils. Nú er bara að sjá hvað David Moyes gerir í staðinn. Sumir vilja meina að Moyes sjái Chris Eagles sem eftirmann hans þó Burnley segi að Moyes verði ekki kápan úr því klæðinu. Aldrei að vita þó hvað Moyes tekur upp á en hann hefur oft verið klókur á leikmannamarkaðnum.

Comments are closed.