Fjörugur Derby leikur að baki. Úrslitin 2-2 en bæði lið líklega viljað fá meira fyrir sinn snúð. Liverpool hefði hæglega getað verið meira en 1-0 yfir í hálfleik en Everton sneri blaðinu við með tveimur mörkum strax á fyrstu sjö mínútum seinni hálfleiks og hefði getað bætt við eftir það. Það dró mjög af Liverpool við mörkin en þeir náðu að krækja í víti í þriðja leikhluta og jöfnuðu. Mjög gaman var þó að sjá Beckford skora annan leikinn í röð og ekki síður að sjá miðvörðinn Distin leggja inn eitt, en hann hefur aðeins verið að komast í færi í síðustu leikjum. Niðurstaðan þó: Fjögur stig á tímabilinu á móti Liverpool í höfn, ekkert að því.
Einkunnir leikmanna skv. Goal tímaritinu: Howard 7, Neville 6, Heitinga 5.5, Distin 6, Baines 6, Coleman 6.5, Fellaini 7.5 (maður leiks), Arteta 7, Osman 6.5, Beckford 6.5, Anichibe 6. Varamenn Billy, Rodwell og Vaughan fengu allir 6. Hjá Liverpool fékk Torres og Kyut 7, rest var lægri. Skrtel var ‘flopp leiksins’ með 5.
Comments are closed.