Leikmanna slúður

Jæja þá er komið að fyrsta leikmannaslúðri ársins, ég vona að áhagendur Everton hafi haft það gott yfir jól og áramót. Úrslit voru okkur þokkalega í hag, en betur má ef duga skal. Erfiður leikur gegn Arsenal framundan.

David Moyes er brjálaður út í Jo fyrir að hafa yfirgefið England og farið heim til sín í óþökk allra. Hann er búinn að gefa það út að hann muni ekki fyrirgefa Jo þetta og vill losna við hann. Sumir halda að þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn og góð afsökun fyrir Moyes að losna við hann enda hefur Jo ekki sýnt mikið á leiktímabilinu.

Það sem Moyes er helst að skoða núna er að fá 31 árs gamlan framherja Frédéric Piquionne, en hann er í láni hjá Portsmouth frá Lyon. Persónulega veit ég ekki hversu gáfulegt það er, þó svo að hann hafi skorað í sigurleik Portsmouth gegn Liverpool seint á síðasta ári. Hann er búinn að vera á miklu flakki á sínum ferli.

Þá er Moyes einnig á eftir öðrum Frakka, Rod Fanni, frá Rennes. Rod er hægri bakvörður og hefur staðið sig vel í frönsku deildinni. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir franska landsliðið. Moyes hefur áður verið orðaður við Rod, en hann er samningsbundinn við Rennes til 2012.

Einnig er talað um Victor Moeses frá Cristal Palace. Victor er 19 ára gamall, upprunalega frá Nígeríu en fluttist til Englands þegar hann var 11 ára eftir að foreldrar hans voru myrtir. Hann hefur spilað nokkra leiki fyrir yngri landslið Englendinga við góðan orðstír. Það eru nokkuð mörg félög á eftir Victor, spurning hvað Moyes getur gert. Victor spilar bæði em kantmaður og framherji.

Nú er mikið talað um að Alan Irvine komi til baka inn í þjálfarateymi David Moyes og fagna menn því að hann geti þá tekið Billy í gegn, en áhyggjur hafa vaknað að hann sé ekki að falla nógu vel inn í spilið hjá Everton. Irvine var kantmaður á sínum ferli og gæti því vonandi tekið Billy almennelega í gegn.

Í öðrum fréttum þá er Landon Donovan kominn í herbúðir Everton, hann flaug frá Bandaríkjunum á laugardaginn og náði á Goodison í seinni hálfleik og horfði á væntanlega liðsfélaga vinna Carlisle. Hann fær almennilegan leik í fyrsta leik, gegn Arsenal. Spurning hvort að Moyes tefli honum fram í byrjunarliði strax. Þá hrósaði Moyes Coleman og Agard í hástert eftir leikinn á laugardag. Í kjölfarið birtust þær fréttir að Agard sé mögulega á förum á láni til Hearts.

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.