Everton – Bate

Greinilegt er að unglingarnir fá að spreyta sig í leiknum gegn Bate á morgun. Moyes hefur tilkynnt byrjunarlið sitt 24 tímum fyrir leik. En byrjunar liðið er eftirfarandi: Nash; Coleman, Duffy, Hibbert (C), Bidwell; Osman, Forshaw, Baxter, Rodwell; Yakubu, Agard.

Athygli vekur að Hibbert er fyrirliði. Ég held að það verði gaman að sjá Nash í markinu. Þetta er mjög skynsamleg uppröðun hjá Moyes þar sem við erum hvort eð er komnir áfram í 32 liða úrslit. Osman mun spila 60 mínútur samkvæmt fréttum.

Varamenn verða síðan:  Cahill, Howard, Baines, Bilyaletdinov, Pienaar, Fellaini, Jo, Saha, Yakubu, Akpan, Mustafi, McCarten, Garbutt. Þetta verður bara athyglisvert. Ég verð að viðurkenna að ég þurfti að skoða leikmanna myndir sumra til að átta mig hverjir þeir eru:)

Klukkan 20:00 í kvöld mun svo Donovan tjá sig um lánið til Everton.

Góðar stundir!

Comments are closed.