Liverpool er að undirbúa 7 milljóna punda boð í Lois Saha, þeir vilja að hann komi á Anfield og spili við hliðina á Torres. Moyes sagði að samingaviðræður væru í gangi við Saha og hann vonaðist til að samningar náist fljótlega, ekkert hefur heyrst frá Saha sjálfum. Nokkur lið á meginlandinu vilja fá Saha til sín og hann getur byrjað viðræður við þau lið í janúar, en ljóst þykir að hann klári tímabilið með Everton.
Howard var fyrirliði í fyrsta skipti gegn Chelsea, hann sagðist hafa verið að rifna úr stolti. "Það er ekki á hverjum degi sem maður fær á sig þrjú mörk og fer af velli skælbrosandi", þetta sagði Howard eftir leikinn.
Þá að leikmannamarkaðinum. Heyrst hefur að Moyes sé búinn að kokka upp 7 milljóna punda boð í Lewis Holtby, leikmann Schalke. Þessi strákur er 19 ára og er talinn vera eitt mesta efni Þjóðverja. Þó svo að hann sé nýlega kominn til Schalke og er með 4 ára samning þá getur hann farið frá Schalke sem er í gríðarlegum fjárhagsvandræðum. Faðir Holtby er enskur og frá Liverpool og líkt og faðir sinn er Holtby mikill Everton aðdáandi og væri meira en lítið til í að spila fyrir Everton.
Einnig hefur heyrst að Everton séu búnir að bjóða ungum dönskum markverði, Nicolai Larsen, að spila reynsluleik gegn Celtic. Þessi markvörður spilar með u-19 ára landsliði Dana.
Meira síðar, góðar stundir!
Comments are closed.