Það er svo sem ekki mikið að frétta af markaðinum, eða hvað Moyes er að spá. Það eina sem staðfest er að Moyes er að reyna að fá Landon Donovan að láni frá LA Galaxy. Það gæti reyndar verið ágætis hugmynd.
Landon Donovan er 27 ára gamall, hann hefur leikið með LA Galaxy síðan árið 2005 og skorað fyrir þá 64 mörk í 121 leik. Hann hefur áður reynt fyrir sér í Evrópu en kannski ekki alveg náð að festa sig þar. Hann hefur spilað 120 A landsliðsleiki fyrir Bandaríkinn og skorað í þeim 42 mörk. Hér má sjá myndband af Landon.
Þá eru nú einhverjar hugmyndir upp að Moyes sé á eftir Diego Forlan, þó er talið að hann sé utan þess verðbils sem Moyes hefur á milli handanna.
Meira síðar, góðar stundir!
Comments are closed.