Evrópukeppnin

Jæja þá er búið að draga í UEFA Europa League. Við lentum í I riðli ásamt Benfica frá Portúgal, AEK frá Grikklandi og Bate frá Hvíta Rússlandi. Þetta er kannski ekki auðveldasti riðillinn en ætti að vera mögulegt að komast áfram. Fyrsti leikurinn er gegn AEK 17. september n.k. á heimavelli okkar. Þetta verður örugglega spennandi fyrirkomulag að vera í riðlakeppni í Evrópukeppni. Kannski verða okkar menn það hungraðir að þeir ná að tryggja í Meistaradeildina, hver veit? Benfica verður klárlega erfiðasti bitinn, en efstu tvö liðin komast upp úr riðlakeppninni. Ekkert frekar er að frétta af leikmannamarkaðinum síðan að Distin skrifaði undir. Nú eru örfáir dagar eftir þar til markaðurinn lokast og gaman verður að sjá hvað Moyes er með upp í erminni. Góðar stundir

 

Comments are closed.