Eins og allir vita er mikilvægasti leikur Everton í ca. 14 ár á morgun. Í tilefni þess er rétt að við Evertonmenn á Íslandi hópum okkur saman, í treyjunum, með treflana og fánana og horfum saman á leikinn.
Í Reykjavík er planið að hittast á Kebeb-húsinu við Grensásveg, sem er nokkurs konar heimavöllur okkar. Þar eru alltaf tilboð á bjór fyrir Everton-menn og oft hefur myndast þar fín stemmning.
Þar sem stór hluti Everton aðdáenda á Íslandi virðist búa á Akureyri, ætlum við einnig að hittast þar. Þar varð Bryggjan fyrir valinu. Þar verður tilboð, 12“ og öl á 1.500 kr.
Við skulum sýna þessum glory hunter aðdáendum Chelsea hverjir hafa söguna á bak við sig. Mætum og höfum hátt.
Come on you blues!
Comments are closed.