Everton – Man Utd. í FA Cup á morgun!

Hvernig spá menn svo að þetta fari? Sjálfur hef ég bullandi trú á okkar mönnum. Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í gegnum þessa keppni, bæði með að slá út Liverpool og Aston Villa. Ég hef alveg trú á að okkar menn geti farið alla leið í þessari keppni og vonandi fáum við að sjá fyrsta bikarinn í hús síðan 1995. Alveg kominn tími til!
Ég sá á spjallinu að einhver ætlaði að fara á Ölver til að horfa á leikinn svo það er um að gera fyrir sunnlendinga að koma saman og styðja okkar menn!
Líklegt byrjunarlið hjá Everton á morgun:
——————–Howard———————–
Hibbert-Jagielka-Lescott-Baines
—————–Neville——————
Osman——Cahill———-Pienaar
—————–Fellaini—————
—————–Saha————–
Eru menn sammála þessu liði?
Ég spái 2-1 sigri, mörk frá Cahill og Saha.
Áfram Everton!!

Comments are closed.