4-0

JoEverton vann mjög sannfærandi sigur á Wigan í dag. Nú erum við í gríðarlegri baráttu um fimmta sætið þar sem að Aston Villa beið lægri hlut fyrir Man. Utd.

Jo setti fyrsta markið á 26. mínútu, þá bætti Fellaini öðru markinu við á 47. mínútu. Jo var aftur á ferðinni á 51. mínútu og það var síðan Leon Osman sem að rak síðasta naglann í kistu Wigan með marki á 61. mínútu. Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum.

Þá er bara að halda haus í næstu leikjum og hirða fimmta sætið. Við eigum það svo fyllilega skilið eftir þá erfiðleika sem að liðið hefur gengið í gegnum með tilliti til meiðsla á tímabilinu.

Comments are closed.