Okkar maður Rodwell

RodwellEverton átti tvo menn í eldlínunni í leik undir 19 ára landsliðs Englands við Tékkland. Það voru þeir Dan Gosling og Jack Rodwell. Rodwell var fyrirliði Englendinga. Leikurinn fór 0-0. Þeir félagar spiluðu allar 90 mínúturnar.

Í öðrum fréttum þá er búist við að Cahill verði tilbúinn í næsta leik, í fullu leikformi. Þá er talið að Yobo verði með í FA leiknum við Man Utd. Nú er bara að krossleggja fingur að Cahill komi heill til baka frá Ástralíu. Þá er von um að Hibbert verði klár í leikinn gegn Wigan.

Nú eru 8 leikir eftir og við erum fjórum stigum á eftir Aston Villa og sjö stigum á eftir Arsenal. Okkar helsta von er að Villa sé að hiksta núna, en þá má það ekki gerast fyrir okkar menn líka. Við erum búnir að ná það langt með mikil meiðsli og vonandi uppskerum við eftir því. Það er allt hægt og fimmta sætið er vel ásættanleg niðurstaða í lok tímabils.

Comments are closed.