Ferð á undanúrslitaleikinn

Sælir Evertonmenn.
Eins og flestum er kunnugt sló lið Everton Middlesborough úr leik í bikarnum um helgina með góðum 2-1 sigri. Flestir ættu einnig að vita að liðið mun mæta Manchester Uniter í undarúslitum á Wembley helgina 18.-19. apríl. 
Nokkrir hressir Everton aðdáendur eru að skoða möguleikann á því að fara á völlinn. Þetta er í fyrsta sinn, en ekki það síðsta, sem Everton leikur á hinum nýja og stórglæsilega Wembley leikvangi. Ekki er ljóst hvað miðinn á völlinn mun kosta en nefndar hafa verið tölur frá 15-20.000 kr.  Flug og gistingu myndi hver og einn panta sér, nema að þeim mun fleiri ákveði að skella sér, þá er hægt að reyna að semja við annað hvort flugfélagið um pakkdíl. Þeir sem eru áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Halla í síma 692-2220, sem fyrst.

Comments are closed.