Everton hefur haft betur en Manchester United on náð til sín einu heitasta efninu í boltanum í dag. En það er hinn fimmtán ára gamli Femi Orenuga, en hann kemur frá Southend United. Femi var til reynslu hjá Man. Utd, árið 2008 en ákvað að fara til Everton. Hann mun koma þangað 1. júlí á námsstyrk. Hann hefur snúið höfðum hjá mörgum stjórum í Úrvalsdeildinni en ákvað sjálfur að ganga til liðs við Everton eftir að Moyes hefur verið að ná til sín fleiri ungum leikmönnum eins og Rodwell og Gosling.
Í öðrum fréttum þá hefur Steven Pinaar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að taka við hlutverki Arteta sem leikstjórnandi Everton. Nú er bara að vona að hann standi við stóru orðin.
Nú er spurning hvernig Moyes mun stilla upp liðinu gegn Blackburn á miðvikudaginn. Hibbert er að vona að hann verði klár. Spurning hvort við náum ekki smá umræðum um hvernig liðið á að vera.
Góðar stundir.
Comments are closed.