Ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á því að hafa ekki verið duglegri við að setja inn einhverjar fréttir upp á síðkastið, en þetta er svona með okkur Everton menn, við gerum allt best í skorpum. Nú eru sögusagnir farnar að myndast um það hverjir fara til hvaða liða í sumar. Hávær orðrómur hefur verið að Moyes sé að undirbúa 8,8 milljóna boð í Cissé, Moyes er mikill aðdáandi hans. Cissé er á láni hjá Sunderland en hann er samningsbundinn Marseilles til 2012.
Það sem að Moyes vill fyrir sumarið er að halda öllum sínum skærustu stjörnum, þ.e. að hann þurfi ekki að selja neinn. Þó er talað um það meira og meira að Lescott verði seldur. Reyndar hafa vangaveltur verið í þá áttina að Moyes selji marga af sínum mönnum sem ekki mikið hefur komið út úr, AVM hlítur þá að vera fyrstu út. Moyes er búinn að fara fram á 10-15 milljónir punda til leikmannakaupa. Það eru ekki miklir peningar, þannig að hann hlýtur að vera búinn að fá loforð um að halda sínum bestu mönnum.
Þá er talið að Moyes sé á eftir Takayuki Morimoto, en hann er framherji hjá Catania, sem spilar í ítölsku Seríu A.
Þá hafa leikmenn Manchester City talað mikið um það að þeir séu mjög hissa á því að Jo hafi fengið að fara frá City til Everton. Hann var mikils metinn hjá City af öðrum leikmönnum og flestir voru á því að hann hafi ekki fengið næganleg tækifæri. Við vonum að hann haldi áfram á sömu braut og í fyrsta leiknum. Moyes vill þó að aðdáendur Everton setji ekki of miklar kröfur á Jo. Hann vonar að Jo fái tækifæri til að þróast í rólegheitum og þá jafnvel fær Moyes heimild til að vippa fram tékkheftinu.
Síðan er leikurinn á eftir við Newcastle, Mikilvægt er að ná öllum þremur stigunum úr þessum leik.
Góðar stundir.
Comments are closed.