Glugginn enn opinn!!!

NAsamoah Gyanýjustu fregnir herma að Moyes sé að fá tvo leikmenn frá Rennes í Frakklandi. Fyrstan ber að nefna Asamoah Gyan en hann er frá Ghana. Hann hefur ekki skorað nema eitt mark fyrir Rennes síðan hann kom þangað. En þegar hann leikur með landsliði Ghana þá má segja að hann skori í öðrum hverjum leik. Wesley YamnaineHann hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum fyrir Ghana. Hann sýndi mjög góða takta á HM 2006 í Þýskalandi. Hann er meðal annars frægur fyrir að eiga met í að skora fljótast í leik á HM. En hann skoraði eftir 68 sekúndur í leik á móti Tékklandi á HM 2006.

Það er einnig talið að Moyes fái frá Rennes 16 ára gríðarlega efnilegan strák. En hann heitir Wesley Yamnaine. Þetta er varnarmaður og talið vera einn allra efnilegasti leikmaður Frakka.

Það er náttúrulega alltaf galli á gjöf Njarðar, en talið er að Moyes fái þessa tvo og þurfi að lána Lucas Jutkiewicz til enda tímabilsins. Ekki það að hann hafi komið mikið við sögu.

Þá er talað mikið um það að Moyes hafi lagt fram"lúmskt" boð í Darren Bent, fyrirsagnir í enskum miðlum eru á þessa leið: "David Moyes makes cheeky loan move for Tottenham’s Darren Bent." Nokkuð vel þekkt er að Bent er ekki að finna sig hjá Tottenham og vill í burtu. Samt sem áður er 16 milljóna verðmiði á honum og nokkuð ljóst að Moyes hefur ekki peninga til þess, ekki einu sinni í lok tímabils. Þannig að þetta eru líklega eingöngu vangaveltur. Nú eru bara örfáir dagar eftir og gaman að fylgjast með. Endilega ef þið sjáið eitthvað slúður sem ég sé ekki að skella því inn.

Góðar stundir.

Comments are closed.