Smá fréttir

Seamus ColemanJæja góðan daginn og afsakið hversu langt er síðan ég skrifaði síðast en búinn að vera í fríi. Jæja það fór nú aldrei svo en að Moyes næði einum til sín í Janúar glugganum. Búið er að staðfesta að Everton hefur keypt Seamus Coleman frá Sligo Rovers á Írlandi. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um þennan dreng annað en að hann á að heita mikið efni, hann er 20 ára og hefur spilað 4 leiki fyrir undir 21árs landslið Íra og einn leik fyrir undir 23ára landsliðið. Everton greiddi 150.000 pund fyrir Seamus

Anthony ModesteÞá er rætt um að Moyes sé að reyna að fá til sín Anthony Modeste frá Nice í Frakklandi. Anthony Modeste eða Tony er 20 ára og algjörlega óþekkt stærð. Hann hefur leikið með Nice síðan 2007. Hann hefur spilað 21 leik og skorað 1 mark, er það gott fyrir sóknarmann?

Þá hefur Guðjón Þórðarson fengið John Ruddy að láni í einn mánuð.

Nú er bara að fylgjast vel með þessa daga sem eftir eru að janúar glugganum. Moyes hefur verið frægur fyrir að nýta þá vel, en hann hefur reyndar gefið það út að hann sé ekki bjartsýnn að ná til sín fleiri mönnum.

Síðan eru ekki allir glaðir að fá enn einn leik við litla liðið hinum megin við ánna? Þetta er drauma tímabil, fjórir leikir við þá.

Góðar stundir.

Comments are closed.