Liverpool-Everton í kvöld! (upphitun)

 Moyes og Benítez
Nú styttist óðum í stórleik kvöldsins þegar Everton heimsækir Liverpool á Anfield. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Liverpool vilja ólmir komast aftur í 1. sætið á meðan okkar menn í Everton vilja ekki missa af Aston Villa og Arsenal í baráttunni um Meistaradeildarsætið en þau unnu bæði um helgina. Villa menn voru mjög heppnir með að fá 3. stig í leiknum gegn Sunderland þar sem þeir fengu víti á 89. mín þegar brotið var á Villa manni utan vítateigs en dómarinn dæmi ranglega vítaspyrnu þar sem réttilega átti að dæma aukaspyrnu. Heppnin virðist elta Villa menn þessa dagana þar sem þeir eru að fá 3 stig úr leikjum sem þeir áttu ekki endilega skilið sbr. þennan leik og gegn Everton í desember.
 
Gaman verður að sjá hvernig Moyes snýr sér í þeirri framherja krýsu sem Everton eru í þessa dagana. Moyes tókst að finna gott jafnvægi á liðinu með að hafa Cahill frammi og Fellaini beint fyrir aftann hann eftir að Yakubu, Saha, Vaughan og Anichebe meiddust en hinsvegar fékk Fellaini sitt 10. gula spjald á leiktíðinni í síðasta leik gegn Hull og mun því missa af báðum leikjunum gegn Liverpool. Nokkrir leikmenn koma til greina í stað Fellaini og eru líklegustu mennirnir að mínu mati Gosling og Anichebe, einnig gæti Yobo komið aftur inní liðið eftir meiðsli ásamt því að Rodwell og Castillo koma til greina. Að mínu mati eru Gosling og Anichebe einu mennirnir sem koma til greina því að ef einn af hinum kemur inní liðið þá er mjög hætt við því að liðið missi jafnvægið á vellinum og munu verða of aftursæknir sem myndi leiða til þess að liðið myndi liggja í vörn meira og minna í leiknum, sem maður bara vill alls ekki sjá. Minnsta röskunin á liðinu væri að fá Anichebe inn fyrir Feillaini og setja hann á topinn og hafa Cahill fyrir aftann, en mínar áhyggjur með að hafa Anichebe í byrjunarliðinu er að hann hefur yfirleitt ekki náð að spila vel þegar hann bryjar leiki en hefur átt mjög góðar innkomur sem varamaður. Núna er bara kominn tími á að drengurinn sýni að hann er tilbúinn í að vera byrjunarmaður hjá þessu liði og að hann höndli það að spila í ensku úrvalsdeildinni.
 
Everton hefur verið á góðu skriði uppá síðkastið og hafa ekki fengið á sig mark síðan 7. desmber þegar liði beið lægri hlut gegn Aston Villa 2-3. Eftir Villa leikinn hefur liðið spilað 6 leiki án þess að fá á sig mark og þar af 5 í deildinni og skorað 8 mörk í þessum leikjum. Næstu 4 leikir gætu ráðið því hvort liðið eigi möguleika á 4. sætinu og FA cup, þar sem næstu 2 leikir eru gegn Liverpool á 6 dögum, sá fyrri í deild og seinni í FA cup. Eftir það mæta Everton Arsenal á Goodison Park og heimsækja síðan Man Utd á Old Trafford. Svo að það eru 4 mjög erfiðir en jafnframt mikilvægir leikir og er kominn tími á að vinna þessi sky 4 lið.
 
Mín spá á leiknum er 0-1 sigur Everton með marki frá Arteta. Endilega spjallið um leikinn og gaman væri að sjá hvernig menn halda að leikurinn fari og hvaða leikmann þið viljið í stað Feillaini. 
 
Áfram Everton!

Comments are closed.