Félagaskipti

StefanoGiancarlo MaldonadoNýjustu fréttir herma að Everton sé með lánstilboð á borðinu fyrir þessa tvo leikmenn. Þetta eru þeir Giancarlo Maldonado og Stefano Okaka Chuka. Maldonado spilar með Atlante í Venesúela og hefur verið þar síðan árið 2007 hann hefur leikið 47 leiki og skorað í þeim 30 mörk. Stefano leikur með Roma en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar. Hann hefur verið að láni hjá Modena í Serie B. Hann er sagður hafa mikinn áhuga á að koma til Everton.

Þá er einnig talað um það að Everton, Arsenal og Tottenham séu á eftir einhverjum undradreng í vörninni hjá Bristol City. Það er James Wilson, reyni að grafa eitthvað meira upp um hann.

Þetta ætti að skýrast á næstu dögum. Nú verður Moyes að spíta í lófanna. Eru menn með einhverjar ákveðnar skoðanir á því hverja Moyes eigi að reyna að ná í og hverja hann eigi að forðast.

Comments are closed.