Markaðurinn fer að opna

Nýjustu sögusagnirnar herma að Moyes sé búinn að semja við  Giampaolo Pazzini frá Giampaolo PazziniFiorentina. Fullyrt er að hann  skrifi undir sex mánaða lánssamning þann 2. janúar næstkomandi. Pazzini hefur leikið 96 leiki fyrir Fioentina og skorað í þeim 24 mörk. Hann hefur einnig leikið 22 leiki fyrir undir 21árs landslið Ítalíu og skorað í þeim 5 mörk. Hann er 24 ára og nokkuð góðar sögur fara af þessum dreng.

Einnig er talað um að Moyes sé að reyna að fá til sín Andrew Driver frá Hearts, en hann er vinstri kantmaður. Hann er 21. árs og hefur spilað með Hearts síðan 2003, hann hefur spilað 58 leiki og skorað 11 mörk með þeim. Nú fyrir nokkrum dögum lýsti Stuart Pierce, þjálfari undir 21. árs landsliðs Englands, því yfir að Andrew væri ofarlega á hans lista.

Jæja nú fara að koma rosalegir tímar þar sem barist verður um hvern mann í þessum svokallaða janúarglugga. Gaman verður að sjá hvernig Moyes spilar úr þessu.

En ég segi í bili Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og liðið. Vonandi standa okkar menn sig eins vel á nýju ári og þeir ljúka þessu gamla á. Einnig vona ég að menn verði aðeins virkari á spjallinu á nýju ári. Góðar stundir, áramótakveðja Einar Guðberg. Nil Satis Nisi Optimum.

Comments are closed.