Man City-Everton 0-1

Cahill er mættur aftur!

Everton voru rétt í þessu að vinna góðann og verðskulaðann útisigur á Man City 0-1

Í heildina litið áttu Everton fleiri og hættulegri færi og var Fellaini mjög góður í dag, að mínu mati besti maður vallarins og var hreinlega óheppinn að skora ekki. Einnig átti Arteta glæsilega aukaspyrnu snemma leiks sem fór í neðanverða slánna og skoppaði til baka á Fellaini sem skallaði í ofanverða slánn og yfir. City áttu líka 2-3 fín færi en í heildina litið áttu everton þetta meira skilið. Sigurmarkið kom ekki fyrr eftir rúmar 91 mín. þegar Tim nokkur Cahill stökk yfir Micah Richards og skoraði glæsilegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Osman.
 
Þrjú mjög mikilvæg stig komin í hús eftir mjög svo svekkjandi tap gegn Aston Villa þar sem Everton liðið sýndi að liðið á alveg heima þarna í topp 6. En varnarmistök kostuðu Everton leikinn.
 
Næsti leikur Everton er heimaleikur gegn Chelsea 22 des, semsagt á mánudaginn eftir rúma viku. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur enda erum við að fara mæta að mínu mati besta liði deildarinnar. Hinsvegar síðustu ár hafa Chelsea nú yfirleitt aldrei verið að vinna Everton auðveldlega, yfirleitt ná þeir að vinna með einu marki eða jafntefli. Vonandi verður breyting þar á og okkar menn fari nú loksins að vinna þessi Sky 4 lið svokölluðu.
 
Ég hef því miður ekki haft neinn tíma til að skrifa á síðuna síðustu vikur þar sem ég hef verið mjög upptekinn í prófum í háskólanum ásamt fótboltaæfingum, svo að ég ætla að reyna bæta þetta aðeins upp fyrst maður er kominn í jólafrí. Gaman væri ef fólk myndi gera þetta í sameiningu og rífa þessa síðu upp í jólatörninni enda nóg af leikjum í desember og janúar.

Comments are closed.