Meiðsli og aftur meiðsli

LarssonEins og fram kom í góðum spjallþræði frá Elvari Erni fyrir tveimur dögum að þá erum við í gríðarlegum vandræðum með sóknarmenn. Yakubu frá út tímabilið, Saha tognaður, en nú hefur komið í ljós að meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Vonandi missir hann ekki af meira ein einum til tveimur leikjum Vaughan er að fara í uppskurð á miðvikudag og vonir standa til að það gangi það vel að hann komi sterkur inn í janúar.

Nú er talið að Moyes sé að reyna að fá reynslubankann Henke Larson til Everton. Búið var að gefa út að ekki yrði neitt verslað í janúar glugganum, en Moyes vill reyna að koma inn reynslu miklum varamanni.

Nokkuð ljóst er að mikið mun mæða á Victor Anichebe á næstunni. Arteta er búinn að lýsa því yfir að hann hafi fulla trú á Nígeríumanninum unga til að standa sig með mikilli prýði. Hann sagði Vic að nú væri tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Einnig þá eru þær raddir að verða háværari að Moyes vilji fá Owen til Everton. Benitez er búinn að gefa það út að hann vilji ekki Owen aftur á Anfield og gefur það Moyes von um að Owen klæðist bláu treyjunni. Hvað finnst mönnum um það?

Comments are closed.