Nokkrar stuttar

EljeroNú er komið í ljós að Moyes vill fá Eljero Elia frá FC Twente. Þetta er 21 árs gamall Hollendingur og er sóknarmaður. Hann kom til Twente árið 2007 og hefur spilað fyrir þá 43 leiki og skorað 6 mörk. Ég hef ekki fundið mikið um þennan dreng. Spurning hvort hann sé það sem við erum að leita að. Vantar okkur ekki frekar miðjumenn heldur en sóknarmenn?

Í öðrum mun alvarlegri fréttum þá lítur út fyrir að Cahill sé á leiðinni í aðgerð á fæti. Þetta eru ekki góðar Joe Ledleyfréttir fyrir okkar menn. Vonandi að hann nái sér fljótt og vel.

Annar sem að Moyes hefur áhuga á að fá til sín í janúar er Joe Ledley, en hann er leikmaður Cardiff. Þessi drengur er að mínu mati nákvæmlega það sem okkur vantar inn á miðjuna. Hann er mjög hættulegur fyrir framan mark andstæðingana. Okkur langar í þennan, eða hvað? Eini gallinn er að Arsene Wenger er að reyna að krækja í hann líka og mun væntanlega bjóða 6 milljónir punda í hann í janúar. Ég skelli hér inn tengil á Youtube þar sem má sjá nokkur af tilþrifum Joe.  http://www.youtube.com/watch?v=UZClGi7AnoU

Comments are closed.