Nokkrar stuttar

SahaNú er gaman að vera Everton aðdáandi. Louis Saha segir við Evertonfc.com að hann sé mjög ánægður að hafa samið við Everton. Hann telur liðið hafa alla burði til þess að berjast um Evrópusæti og segir að mun meira sé inni hjá liðinu. Hann hefur einnig gefið það út að hann ætli sér að skora 20 mörk á tímabilinu.

Að öðru Tim Howard hefur sagt að hann vilji líkjast Everton goðsögninni Neville Southall. Markið sem Howard fékk á sig um helgina er það 99 í röðinni og hefur hann því fengið minna en eitt mark í leik á sig eftir að hann kom til Everton. Howard sló þar með met Neville Southall, en hann hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu 100 leikjum fyrir félagið.Howard

 

  Games Goals Conceded
Tim Howard   100  99
Neville Southall  100  102
George Wood  100  108
Gordon West  100  113

 

 Nú er talað um það að Everton sé með tvær mest upprennandi stjörnur enska boltans. En það eru Fellaini (20) og Rodwell (17). Moyes bindur miklar vonir við þessa tvo.

Að lokum vil ég biðjast afsökunnar á að hafa verið svona latur að skrifa, en nú er ég að spá í að reyna að vera með stuttar fréttir eftir alla leiki Everton, í það minnsta eftir hverja helgi. Góðar stundir. Minni á "comment" dálkinn.

Comments are closed.