Það er ekkert búið að gerast hérna á síðunni undanfarnar vikur og held ég að málið sé að fara rífa þessa síðu eithvað upp. Það er eins og að fólk hætti að koma hingað ef illa gengur. Ég á líka í sök þar sem ég hef ekkert verið að skrifa fréttir, en ég gerði hinsvegar póst á spjallið sem fengu engin viðbrögð og má segja að það hafi verið ákveðin ástæða fyrir að ég hafi ekki gert neitt fyrr en nú hér á síðunni. Gaman væri að fá spjallið aftur á fullt og einnig "comment" undir fréttirnar.
Gengi liðsins, næstu leikir og árgjaldið
Everton er nú aðeins farið að rétta úr kútnum og hefur liðið fikrað sig upp töfluna í síðustu leikjum og í síðustu þrem leikjum hefur liðið fengið 7 stig af 9 mögulegum. Við þetta er liðið komið í 7. sæti og er 5 stigum frá Arsenal, Aston Villa og Hull í 4-6. sæti. Til gamans má geta að akkúrat á þessum tímapunkt í fyrra þá vorum við með einu stigi meira en nú, svo að það má segja að við séum bara að byrja mjög svipað og á síðustu leiktíð, en hinsvegar eftir þessa byrjun í fyrra fóru Everton á langa taplausa hrinu og var það eftir endurkomu Cahill í liðið sem hafði verið meiddur fram að því. Núna er maður bara að vona að okkar menn endurtaki sama árangur á þessum tímapunkti frá því í fyrra og fari á langa taplausa hrinu.
Næstu 3 leikir eru West Ham úti, Middlesbrough heima og Wigan úti og má segja að þetta séu allt lið sem við ættum með réttu að vinna, svo að vonandi náum við þremur sigrum í röð, þ.a.l. fimm sigurleik í röð með Fulham og Bolton og þá held ég að staða okkar í deildinni eigi eftir að líta mjög vel út. Hinsvegar þarf liðið að fara spila miklu betur ef það ætlar að vera í bráttu um evrópusæti á þessari leiktíð og hefur maður verið að sjá ákveðin batamerki á sumum leikmönnum liðsins. Feillaini er allur að koma til eftir rólega byrjun með liðinu enda vissi maður það að hann þyrfti tíma enda bara 20 ára gutti, í nýju landi, nýrri deild og þarf að læra nýtt tungumál.
Leikur West Ham gegn Everton fer fram á Upton Park í London heimavelli West Ham á morgun kl 15:00. Helstu fréttir frá leikmannahópnum fyrir þann leik er að Fellaini er í banni, Pienaar og Yakubu eru báðir tæpir vegna meiðsla og Castillo kemur aftur inní hópinn eftir að hafa meiðst í síðustu landsleikjatörn. Ef ég á að segja alveg eins og er, að ef ég ætti að velja milli hvor ég vildi hafa Pienaar eða Yakubu heilann fyrir morgundaginn þá myndi ég klárlega velja Pienaar þar sem við erum í rauninni bara með Pienaar og Arteta sem kantmenn og svo hefur Yakubu því miður ekki verið að gera mikið í undanförnum leikjum og maður bara vonar að hann fari að sýna sitt rétta andlit og fari að skora fyrir okkur. Það væri gaman að sjá Saha, Vaughan og Anichebe fá að spreyta sig í þessum leik. Vaughan og Anichebe komu mjög stekrir inní síðasta leik og má segja að þeir hefðu verið ákveðin vítamínsprauta fyrir liðið gegn Fulham á síðustu mínútum leiksins, þar sem Saha skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á 87. mín, eftir góða sendingu frá Osman. Ég held að allir hérna viti að ef Saha er í toppformi og fullur sjálfstrausts þá er þetta klassa framherji og vonar maður að þetta fyrsta mark hans muni láta hann fá sjálstraustið sem manni finnst hann hafa vantað í byrjun leiktíðar.
Svo að máli málanna, starfsmannasjóðurinn… nei ég meina árgjaldið. Ég vill endilega hvetja alla til að greiða árgjaldið fyrir að vera í Evertonklúbbnum. Við erum að tala um skitnar 2000 kr, sem eru ekki margar krónur fyrir hvern mánuð og er stefnan sett á að útbúa boli á mannskapinn og því fleiri sem borga árgjaldið því meira er hægt að gera og eru allar hugmyndir vel þegnar. Endilega látið alla evertonmenn vita af árgjaldinu og líka að ýta eftir fólki að fara koma á síðuna og lífga hana aðeins við.
Reikningsnúmerið+kennitalan+skitnar 2000 kr: 0162-26-003998 kt 140480-5419
Rífum þetta upp í sameiningu! Áfram Everton!
Comments are closed.