Nýr samningur

MoyesNú hillir loksins undir að Moyes skrifi undir nýjan fimm ára samning við Everton. Moyes fær í sínar hendur lítil 52.000 pund og 2,7 milljónir punda á þessum fimm tímabilum. Ég held að þetta sé nauðsynlegt að Moyes fari að skrifa undir til að laga móralinn í liðinu og menn fari að rífa sig upp úr þessari lægð. Ekki viljum við missa Skotann knáa. Talað er um að Moyes skrifi undir samninginn þegar að landsleikjahléið er búið.

Í öðrum fréttum þá er verið að orða Everton við miðjumanninn knáa frá Fulham Jimmy Bullard, spurning hvort Moeys vilji fá hann til að fylla ákveðið skarð sem hefur myndast á miðjunni. Everton mun keppa að þessu við Middlesbrough, Sunderland, West Ham og Bolton.

Síðan virðist vera sem að Fellaini sé eitthvað ósáttur við Moyes þar sem að Moyes vill að Fellaini hlaupi meira. Reyndar virðast fjölmiðlar á Bretlandseyjum vera að gera meira úr þessu meinta rifrildi Fellaini við Moyes. Vonandi er það satt þar sem að við þurfum ekki á þessu að halda á þessum tímapunkti.

 Að lokum vil ég óska nýrri stjórn til hamingju og vona að nú lyftist allt upp á hærra plan. Því miður gat ég ekki verið á fundinum á Akureyri, en mín trú er að það hafi verið mikið fjör, þrátt fyrir úrslitin. Ég mun allavegana halda áfram að vinna fyrir okkur og vona að ég standi mig betur en síðasta tímabil. Nú þurfum við að þjappa okkur betur saman og byrja að tjá okkur.

Góðar stundir.

Comments are closed.