Hér er frétt sem fór gjörsamlega fram hjá mér í dag, en Everton hefur boðið Zlatko Krickic úr HK til æfinga í næstu viku. Fréttin birtis á mbl.is í morgun.
Zlatko er með tvöfalt ríkisfang, þ.e. íslenskt og serbneskt. Hann fer til æfinga hjá Everton næsta þriðjudag og æfir með þeim í viku. Zlatko er gríðarlegt efni og lék hann með U17 ára landsliðinu í sumar á Norðurlandamótinu í fótbolta.
Það virðist sem að Everton fái ekki nóg af ungum íslenskum leikmönnum. Nú er bara að vona að Zlatko næli sér í samning og vaxi sem leikmaður og verði framtíðar maður hjá Everton.
Comments are closed.