Segundo Castillo til Everton (Staðfest)

Segundo CastilloEverton hafa nú fengið tvo nýja leikmenn í sumar þar sem Segundo Castillo landsliðsmaður Ekvador var að skrifa undir 1. árs lánsamning, með möguleika á kaupum eftir leiktíðina. Castillo stóðst læknisskoðun á þriðjudag og hefur fengið atvinnuleyfi. Hann verður því vonandi gjaldgengur fyrir laugardag ef hann fær alþjóðlegt leyfi fyrir leikinn.

Segundo Castillo er varnarsinnaður miðjumaður og hef ég heyrt að hann sé í anda Lee Carsley nema hann á að vera betri á bolta og hraðari. Vonandi reynist þetta rétt því að Carsley var frábær fyrir okkur og verður mjög erfitt að fylla skarð hans. Castillo mun ganga í treyju númer 8 hjá Everton.

Castillo er 26 ára gamall og kemur frá Red Star Belgrade. Hann skoraði 18 mörk í 72 leikjum fyrir Red Star Belgrade, svo að hann er greinilega duglegri uppvið markið heldur en Carsley. Vonandi er þetta ein af þessum snilldarkaupum/lánum sem Moyes hefur gert síðustu ár fyrir Everton.

Nú hafa tveir leikmenn komið, annar þeirra frítt og hinn að láni. Ég veit að það eru peningar til staðar til að kaupa leikmenn og ég er mjög vongóður um að við eigum eftir að kaupa klassa miðjumann á borð við Moutinho. Ég mun liggja á öllum mögulegum evertonsíðum út 1. sept til að fylgjast með gangi mála.

Kannski að bæta því við, Elvar 2 af 4! Hljóta að koma allavegana tveir í viðbót og flaskan er mín.

Áfram Everton.

Comments are closed.