Everton að fá fleiri leikmenn ?

 Castillo

Sögusagnir herma nú að Everton sé að fá að láni Obinna sóknarmann Chievo, en þó er Inter að kaupa hann og lána Everton.

Verið er að sækja um undanþágu (Work Permit) fyrir Obinna

Einnig eru Everton sagðir við það að kaupa Castillo nokkurn, 26 ára miðjumann frá Ekvador sem leikur nú með Rauðu Stjörnunnu frá Belgrad. 

Castillo verður líklegast kynntur á morgun.

 
Það er greinilegt að okkar menn eru að þreifa fyrir sér og hafa ennþá mörg járn í eldinum á síðustu dögunum félagskiptagluggans.

  Einnig ber nokkuð á því að íslenskir aðdáendur Everton séu heldur skoðunarlausir á öllum þessum stórfréttum sem koma frá Everton-borg þessa daganna.

 
 

 

   

Comments are closed.