Everton kaupir loksins !

Nú í dag gengu Everton frá fyrstu kaupum sumarsins, og var það dani að nafni Lars Jacobssen.

Lars er hægri bakvörður og kemur til með að leysa af meðan Tony Hibbert er meiddur. Kaupinn er nú ekki eins glæsileg og menn vonuðust þar sem stór nöfn voru oft nefnd. Moyes er búinn að segja að hann þurfi 6-7 leikmenn í viðbót þannig að núna er kannski loksins eitthvað að gerast .

Leikmaðurinn kemur frá Nurnberg í Þýskalandi og kemur á frjálsri sölu og því ágætt að víkka félagsskiptagluggan með þessum 28 ára Dana. 

Comments are closed.