Ný númer

Ný númerGóðan daginn, nú er ég búinn að vera í góðu fríi frá þessari síðu. Eins og menn hafa sagt hér er kominn tími til að láta í sér heyra, nú fer boltinn fljótlega að rúlla. Samkvæmt www.evertonfc.com þá er Moyes búinn að staðfesta númer leikmanna fyrir komandi tímabil. Nokkrar breytingar eru á númerunum. Arteta hefur tekið upp númer 10 og fetar þar með í fótspor John Hurst, Paul Bracewell og Duncan Ferguson. Og ekki er það leiðinlegur hópur að vera í. Með því að Arteta lét eftir sitt gamla númer, sex, þá hefur Phil Jagielka færst upp númera töfluna og mun hann bera númer 6. Það eru skilin eftir nokkur góð númer sem að væntanlegar stórstjörnur sem munu ganga til liðs við okkur:) geta fengið, en númer eitt, níu og ellefu eru laus. Hér má sjá listann.

2. Tony Hibbert
3. Leighton Baines
4. Joseph Yobo
5. Joleon Lescott
6. Phil Jagielka
7. Andy van der Meyde
8. Andrew Johnson
10. Mikel Arteta
12. Iain Turner
14. James Vaughan
17. Tim Cahill
18. Phil Neville
19. Nuno Valente
20. Steven Pienaar
21. Leon Osman
22. Yakubu
24. Tim Howard
26. Jack Rodwell
28. Victor Anichebe
30. John Ruddy
32. Dan Gosling

Comments are closed.