Lee Carsley yfirgefur Everton!

David Moyes and Lee Carsley 

Everton hefur leyft miðjumanninum Lee Carsley að fara. Þessi 34 ára gamli Íri verður samningslaus í sumar og ákveðið hefur verið að gera ekki nýjan samning við hann.

Carsley ætlar að reyna að leita að félagi sem er nær fjölskyldu hans en hann hefur þegar fengið tilboð frá Derby, West Bromwich Albion og Birmingham.

,,Lee telur sig núna þurfa að vera nær fjölskyldu sinni og allir hjá félaginu skilja það," sagði David Moyes stjóri Everton.

Carsley, sem kom til Everton frá Coventry árið 2002, missti einungis af fimm leikjum með Everton í vetur.

,,Ég vil þakka Carsley fyrir ár hans hjá Everton. Hann hefur óumdeilanlega verið stór þáttur í velgengni okkar á síðustu tímabilum," sagði Moyes einnig.

Tekið af www.fotbolti.net

Nú er nokkuð ljóst að okkar menn þurfa að fá í það minnsta 4 miðjumann að ég tel. Því að núna eigum við bara 4 miðjumenn samtals eða þá Arteta, Osman, Pienaar og Cahill. Neville er í mínum augum bara hægri bakvörður og Andy Van Der Meyde tel ég ekki sem leikmann. Miðjumannamálin voru nú nógu léleg fyrir áður en Carsley tók uppá því að fara frá Everton. Þannig að það orðið deginum ljósara að það verður nóg að gera hjá Moyes í sumar í leikmannamálum og það er því orðin gríðarleg pressa á stjórninni að láta Moyes fá alvöru upphæð í sumar til að versla fyrir.

Comments are closed.