Kewell og sumarfrí

Harry Kewell   Kemur Harry Kewell til Everton?

Samningur Kewell er að renna út og sögusagnir eru uppi að hann vilji færa sig yfir lækinn í betra liðið í Liverpool. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji spila með landa sínum, Cahill.

Það efast enginn um að Kewell er mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður en síðustu fimm ár hefur hann verið meira hjá sjúkraþjálfara en þjálfara. Spurning er samt sem áður hvort ekki sé freistandi fyrir Moyes að næla í Kewell. Einnig er það spurning hvort ekki eigi að líta frekar í áttina að Lucho, Arshavin on nú síðasta nafn sem nefnt hefur verið Gattuso.

Þetta var nú stutt slúðurfrétt frá mér, en nú ætla ég að taka mér sumarfrí þar til í júlí en kallinn er að fara að ganga í það heilaga og fer í frí. Síðan reikna ég með að geta skrifað fréttir frá Englandi í júlí og ágúst. Gleðilegt sumar og góðar stundir

Comments are closed.