Everton enduðu í 5. sæti og Jagielka í enska hópnum

Phil Jagielka

Everton gulltryggðu sér 5. sætið í deildinni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Newcastle 3-1 á Goodison Park, en Newcastle hafa verið á miklu skriði undanfarnar vikur svo við mátti búast hörku leik.

Mörk Everton í leiknum skorðuðu: Yakubu 2 og Lescott 1. Fyrsta mark leiksins kom þegar Fernandes tók góða aukaspyrnu og Yakubu skallaði boltann laglega í netið og var staðan 1-0 í hálfleik Everton í vil, Everton spiluðu fyrri háflleikinn mjög vel og skoraði Yakubu til að mynda mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og einnig gerðu Everton tilkall til að fá vítaspyrnu en ekkert varð úr því. Svo strax á 47 mín. í seinni hálfleik fengu Newcastle víti þegar Yobo braut á N'Zogbia inní teyg og skoraði Owen úr vítinu. Svo skoruðu everton sitt annað mark í leiknum á 69 mín þegar Everton voru með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnu, þar sem var tekin stutt aukaspyrna á Fernandes sem sendi glæsilegan bolta inní teyg og skoraði enginn annar en Joleon Lescott sitt 10 mark í vetur og náði hann 10 marka múrnum sem Moyes var einmitt búinn að freista Lescott að ná í enda leiktíðar. Everton gulltryggðu sér svo 5. sætið og jafnframt UEFA cup sætið á næstu leiktíð þegar Leon Osman var felldur inní teyg og ótrúlegt en satt að Everton fengu loksins langþráð víti í ensku deildinni sem hefur ekki gerst í rúmt ár, sem má teljast alveg hreint ótrúlegur "árangur". Yakubu skoraði síðan úr vítinu á 81. mín sem gerði það að verkum að hann endaði með 21 mark á leiktíðinni og hefur 20 marka múrinn ekki verið feldur síðan að Peter nokkur Beardsley náði því leiktíðina 1991-92. Svo að loksins loksins geta Evertonaðdáendur fagnað því að vera komnir aftur með alvöru markaskorara.

3-1 sigur staðreynd og frábær endir á mjög góðri leiktíð og má ekki gleyma því að Everton enduðu t.a.m. með fleiri stig núna eða 65 stig og einnig með markatölu uppá +22 mörk en einungis 61 stig tímabilið 2004-05 þegar við enduðum í 4. sætinu og vorum þar með markatöluna -1. Svo að maður sér langar leiðir að það er mikil bæting hjá okkar mönnum og er þetta besta Evertonlið sem ég hef horft uppá síðan ég man eftir mér og er ég á mínu 22 aldursári.

Þetta 5. sæti var rosalega dýrmætt fyrir Everton, því að núna verða Everton í UEFA cup á næstu leiktíð og eru því miklu meiri líkur að fá góða menn heldur en ef liðið hefði ekki náð 5. sætinu. Núna verður gríðarlega pressa á Bill Kenwright og félögum að skaffa David Moyes þeim fjármunum sem hann þarf til að taka Everton á næsta "level" sem er meistaradeildin. Ég held að allir Everton aðdáendur eru sammála því að við þurfum meiri breidd á miðjuna, enda þarf ekki nema 1-2 meiðsli svo að Neville sé sendur við hlið Carsley á miðjuna og vita allir hvað gerist þegar tveir varnasinnaðir miðjumann eru á miðjunni, þá er sóknarleikurinn ekki uppá marga fiska. Ég vill sjá allavegana 2 mjög góða miðjumenn t.d. Joaquin, Arshavin, Lucho myndu hljóma mjög vel og svo væri gott að fá einn fínann miðjumann sem gæti verið sem cover t.d. Sidwell. Svo held ég að það sé kominn tími á að fá alvöru hægri bakvörð sem er í sama kalíber og Lescott og Baines þá meina ég hægri bakvörð sem getur bæði sótt og varist og einnig tekið þátt í uppspilinu upp völinn. Það væri gaman að sjá menn commenta hérna og koma með svona óskalista yfir þá menn sem þið viljið að Moyes´arinn kaupi í sumar og í hvaða stöður menn halda að þurfi að bæta.

Svo er líka gaman að segja frá því að Phil Jagielka var kallaður í enska landsliðshópinn sem mun leika tvo æfingarleiki gegn USA og Trinidad & Tobago. Þessir leikir munu fara fram 28 maí og 1 júní og væri gaman að sjá Jagielka spreyta sig í ensku landsliðstreyjunni. Phil Jagielka er held ég sá leikmaður sem hefur komið flestum áhorfendum Everton á óvart, því að hann byrjaði ekkert sérstaklega vel en svo í desemberlok byrjaði Jagielka að spila miðvörð og fekk að spreyta sig í byrjunarliðinu og er hann búinn að standa sig vonum framar og er hreinlega búinn að vera eins og klettur í vörninni seinni hluta tímabils. Hann sá til þess að Baines komst ekki í byrjunarliðið því að Lescott var færður í vinstri bakvörð svo það væri pláss fyrir Jagielka og Yobo í liðinu. Jagielka á þetta svo fyllilega skilið, enda alveg hreint frábær varnarmaður þarna á ferð. Fyrir þá sem ekki vita og eru að undra sig á því að Lescott er ekki í hópnum þá er hann að fara í meðferð á hnéinu á sér og verður látinn hvíla næstu vikur til að taka enga sénsa fyrst að tímabilið er búið. Lescott hefur ekki mist af einum einasta leik síðan hann kom til Everton fyrir síðustu leiktíð, sem kemur kannski mikið á óvart, því að það varð næstum ekkert úr kaupunum á Lescott á sínum tima því að hann var 2 árum áður búinn að vera frá heilt tímabil vegna hnémeiðsla.

Comments are closed.