Lucho

LuchoÞá er það nýjasta af markaðnum, nú eru sögusagnir um að Everton sé á eftir hinum knáa Argentínumanni Lucho sem spilar með Porto. Everton gerði tilboð í hann í fyrra sem hljóðaði upp á 11 milljónir punda en því var hafnað. Lucho hefur sjálfur sagt að hann sé tilbúinn að róa á önnur mið. En hann hefur spilað í þrjú tímabil núna með Porto og hefur þessi knái miðjumaður skorað 23 mörk í 87 leikjum.

Lucho spilaði stóra rullu í árangri Argentínu á HM 2006 þar sem að Argentína komst í fjórðungsúrslit en voru slegnir út af Þjóðverjum. Lucho eða ‘El Commandante’  eins og hann er kallaður hefur skorað 5 mörk fyrir landsliðið í um 40 leikjum.

Mjög skiptar skoðanir eru samt sem áður hvort að Everton eigi að eltast við Lucho eða hvort þeir eigi að fara á eftir Andrey Arshavin. Meira um það síðar.

 Þá aðeins að Mikel Arteta en hann hefur nú farið í aðgerð til að reyna að létta á spennu í vöðvum í maga. Mick Rathbone, yfir sjúkraþjálfari Everton sagði við evertonTV að hann vonaði að með þessari aðgerð þá yrði Arteta tilbúinn til að byrja að æfa með liðinu í júlí þegar að undirbúningstímabilið byrjar.

Jæja strákar hvernig væri að heyra ykkar skoðanir um hvern eigi að kaupa og hvern eigi að losa sig við.

Comments are closed.