Nú eru allir fjölmiðlar komnir á fullt að þefa uppi hvaða lið eru á eftir hvaða mönnum. Nýjasti orðrómurinn um flutning til Everton er Kim Kallstrom. Kim er sænskur landsliðsmaður og spilar fyrir Lyon í Frakklandi. Hann gekk til liðs við Lyon 2006 og hefur spilað 60 leiki og skorað í þeim 7 mörk. Hann hefur einnig spilað 53 landsleiki fyrir frændur okkar Svía og skorað í þeim 7 mörk. Kim er örfættur miðjuleikmaður og er rómaður fyrir sendingagetu sína. Hann er sagður vera gríðarlega nákvæmur í sendingum.
Hann var spurður um mögulegan flutning til Everton á Setanta Sport, en gaf ekki mikið út á það. Hann sagðist ekki hafa heyrt um áhuga Everton áður. Þið getið séð viðtalið við hann á þessari vefslóð. http://sport.setanta.com/en/Sport/News/Football/2008/03/27/Prem-Kallstrom-exclusive-on-Everton/
Annars hefur David Moyes gefið það út að hann ætli sér að leita innanlands að styrkingu fyrir næsta tímabil. Hann vill hafa sem mest af mönnum af Bretlandseyjum í liði sínu. Hann sagði að það væri nóg af efnilegum mönnum á Bretlandseyjum.
Síðan er orðið nokkuð ljóst að Tim Cahill spilar ekki fleiri leiki á þessu tímabili. Sorgarfréttir.
En hvar eru menn, á ekkert að velta fyrir sér leik helgarinnar, úrslitaleiknum um fjórða sætið?
Comments are closed.