Nýjasta slúðrið, sem er líklega ekki slúður er að Moyes vilji fá til sín Marouane Fellaini frá Standard Liege, hann er víst búin að bjóða í hann 6 milljónir punda. Fellaini er miðjumaður og hefur spilað með Standard síðan 2005. Hann er fæddur í Marrokó og hefur leikið 69 leiki fyrir Standard af þeim hefur hann verið í byrjunarliðinu í 67 leikjum, skorað 10 mörk fyrir þá. Hann er fæddur 22.11.1987 (p.s. ég man eftir 1987). Hann hefur leikið 5 leiki fyrir belgíska A-landsliðið og skorað 2 mörk.
Í öðrum fréttum þá hefur Moyes sagt að hann sé ekki að fara frá Everton og að hann muni ná samkomulagi við þá á næstu vikum.
Einnig eru mjög slæmar fréttir að líkur eru á því að Cahill verði frá út tímabilið. Það koma reyndar nánari fréttir af því á næstu dögum. Nú er bara að byggja vel upp fyrir helgina. Við tökum rauðstakkana:)
Comments are closed.