Howard – 7 – Frábær markvarsla eftir aukaspyrnu Ahstons sem hafði viðkomu í varnarmanni
Neville og Baines – 6 – Báðir kantarnir voru mjög virkir sóknarlega í dag
Lescott – 7 – Herra klettur
Jagielka – 5 – Átti fínan fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari en síðan var hann óþekkjanlegur og gerði mörg mistök, þar á meðal tapaði hann skallaeinvígi við Ashton þegar West Ham skoraði. Átti oft í vandræðum með Freddie Sears hinn 18 ára sóknarmann Hamranna
Osman – 7 – Var mjög skapandi
Cahill – 5 – Var of stutt inn á
Carsley – 6 – Týpískur leikur hjá Carsley
Arteta – 7 – Hann getur alltaf búið til eitthvað. Föstu leikatriðin hafa þó ekki verið eins góð upp á síðkastið og maður er vanur
Anichebe – 6 – Hefði átt að gera betur þegar hann var kominn einn gegn markmanni. Augljós kostur að hafa hann frammi til að taka við háum boltum sem Yakubu er ekki eins góður í. Vann skallaeinvígi sem leiddi síðan til marksins.
Yakubu – 8 – Skoraði mark og gerði annað sem var ranglega dæmt af honum. Mjög góður í að taka við bolta, halda honum og koma honum svo aftur í leik
Fernandes – 7 – Byrjaði frekar rólega en var góður í seinni hálfleik. Á það stundum til að tapa boltanum á eigin vallarhelmingi. Maður hefði haldið að hann væri búinn að venjast þessum hraða í enska boltanum.
Hér að neðan eru hápunktar leiksins:
{swfremote}http://rd3.videos.sapo.pt/CTcBckCEu8ze51YJj0DW/mov/1{/swfremote}
{swfremote}http://rd3.videos.sapo.pt/ECjwjFpAqp4zR3JZHZuZ/mov/1{/swfremote}
Comments are closed.