Samningur nálgast

Pienaar

Það var í fréttum í gær að viðræður væru í gangi á milli Pienaar og stjórnar Everton um samning, en Everton hefur forkaupsrétt á kappanum. Talað er um að Everton verði að greiða um 2 milljónir punda, en flestir eru á því að hann sé orðin mun meira virði í dag. Heyrst hefur að reynt verði að tilkynna nýjan samning við Pienaar fyrir leikinn á móti West Ham.

Andy Johnson rær nú lífróður að koma sér í form fyrir leikinn á móti West Ham, en eins og menn muna þá haltraði hann af velli á móti Fulham.

James Vaughan sem er ný kominn úr aðgerð er mjög bjartsýnn á góðan og skjótan bata. Forsvarsmenn Everton vonast til að Vaughan verði klár á undirbúningstímabilinu, en Vaughan sjálfur vill meina að hann nái að spila síðustu leikina á þessu tímabili.

Að lokum þá fara þeir Gravesen og Andy Van der Meyde frá Everton í lok tímabils. Ekki verður samið frekar við þá.

Comments are closed.