Slúður og meiðsli

Keita

Nýjasta slúðrið um hugsanleg kaup í sumar, er Seydou Keita, leikmaður Sevilla. Hann er miðjumaður og gekk til liðs við Sevilla í fyrra, frá Lens en hann var orðinn fyrirliði þar. Hann hefur leikið 10 leiki fyrir þá og skorað í þeim 2 mörk. Keita (fyndið nafn fyrir Íslendinga) er fæddur 16. janúar 1980 og er frá Malí, hann hefur spilað 9 landsleiki fyrir þjóð sína. Því miður veit ég ekki mikið meira um þennan ágæta leikmann (að sögn).

Einnig er talað mikið um það núna að Valencia og Arsenal hafi mikinn áhuga á að reyna að ná til sín Steven Pienaar. Vonum bara að hann velji rétt og gangi frá föstum samningi við Everton. Hann hefur sýnt það undanfarið hversu góður hann er.

Síðan mjög slæmar fréttir en Andy Johnson, sem fór af velli á sunnudag, er meiddur á nára. Vonast er til að það sé ekki alvarlegt og koma frekari fréttir um það á morgun.

Að lokum vil ég þakka mönnum fyrir hlýjar kveðjur í gær, þó svo að ég hafi verið gerður ábyrgur fyrir leiknum gegn Fulham. Takk fyrir það Tóti.

Comments are closed.

%d bloggers like this: