Everton unnu en töpuðu samt gegn Fiorentina

Phil Jagielka

Í gærkvöldi spilaði Everton gegn liðið Fiorentina í 16 liða úrslitum í UEFA cup. Leikurinn fór fram á Goodison Park og var vitið fyrir leikinn að Everton þyrftu að spila virkilega vel til að geta yfirbugað 2-0 forskot Fiorentina úr fyrri leiknum. 

Byrjunarliðið Everton í leiknum var:
 —————–Tim Howard——————-

Neville (c)- Yobo- Jagielka- Lescott

Arteta—-Osman– Carsley—-Pienaar

—————Johnson—Yakubu———-

Bekkurinn: Wessels, Valente, Rodwell, Hibbert, Baines, Gravesen(kom inná á 118 mín), Anichebe(kom inná á 105 mín). 

Everton spiluðu hreint út sagt ótrúlega góðann fótbolta í leiknum og skoruðu 2 mörk í venjulegum leiktíma með mörkum Andy Johnson(15 mín) og Mikel Arteta(66 mín). Sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu þar sem Everton héldu áfram að pressa á mark Fiorentina eins og þeir gerðu fyrstu 90+ mín leiksins. Það var því hreint út sagt ótrúlegt að okkar menn náðu ekki að setja þriðja markið og hreinlega grátlegt að leikurinn hafi farið í vítaspyrnukeppni, því að okkar menn áttu svo mikið skilið að vinna leikinn. Svo vita eflaust allir hvernig vítaspyrnukeppnin fór, semsagt 2-4 fyrir Fiorentina. Ég er ótrúlega stoltur af okkar mönnum og sýndu þeir þvílíkan karakter í leiknum með að koma svona til baka eftir lélegann leik á Ítalíu. Eins og Phil Neville sagði eftir leikinn þá voru Everton hreinlega óheppnir að komast ekki áfram og hefðu léttilega getað skorað 4 eða 5 mörk í leiknum, því að spilamennskan hjá liðinu var alveg til fyrirmyndar.

Ég held að þessi leikur sé gullið dæmi um það af hverju fótbolti er svona vinsæl íþrótt, enda er ekkert til sem heitir sanngirni í fótbolta, sem gerir hann einmitt svona skemmtilegann. Núna segi ég bara að það sé ekkert annað í stöðunni en að taka 4. sætið í deildinni, því að Everton sýndi í gærkvöldi gegn Fiorentina að við erum með frábært lið í höndunum.

Áfram Everton! 

Comments are closed.