Nýr samningur

Lescott

Joleon Lescott var að skrifa undir nýjan 4 ára samning við Everton. Sem gerir það að verkum að hann verður hjá klúbbnum til 2012. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir leikinn í kvöld og vonandi verður þetta til þess að við náum góðum úrslitum.

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, sagðist vera í skýjunum yfir því að vera loks búinn að landa nýjum og góðum samningi við skærustu stjörnu Englands í vörninni. Hann sagði að búið væri að vinna í þessu síðustu 12 mánuði að tryggja samninga við nokkra af bestu leikmönnum Everton, s.s. Joleon, Tim Cahill, Mikel Arteta, Andy Johnson, Leon Osman og Tony Hibbert..

Moyes var að vonum mjög hamingjusamur með þetta, hann sagði við vefinn evertonfc.com að þetta væri algjörlega stórkostlegar fréttir fyrir alla sem að tengjast klúbbnum. Hann hélt áfram að segja að það sýndi hversu mikið leikmenn Everton væru tilbúnir að leggja á sig við að koma liðinu í toppstöðu, þegar að menn sem að væru í stöðu til að semja til skemmri tíma myndu semja til lengri tíma. Þetta sýni það að Everton sé að þokast í rétta átt. Menn eru tilbúnir að leggjast á eitt til að koma liðinu á toppinn.

Lescott er sagður vera mjög ánægður með nýja samninginn og stuðningsmenn Everton eru í sjöunda himni yfir þessu, þar sem að Lescott hefur smollið mjög vel inn í liðið síðan hann kom sumarið 2006, fyrir upphæð sem ekki hefur verið gefin upp. Lescott er búinn að spila 86 leiki fyrir Everton og standa sig með mikilli prýði og vaxa í hverjum leik. Hann er búinn að skora 8 mörk á þessu tímabili.

Það er ekki spurning að Capello getur ekki gengið mikið lengur fram hjá þessum leikmanni. Þú sást þetta fyrst á everton.is

08:01:31

Comments are closed.