Rannsókn, handjárn og yfirlýsingar

neville

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á því þegar að aðdáendur Everton stormuðu inn á völlinn í Bergen eftir að Everton vann Brann 2-1. Einnig rannsaka þeir atvik þegar að snóker kúlu var kastað í áttina að Tim Howard, markverði Everton.

Bæði Everton og Brann gætu átt yfir höfði sér dágóðar fjársektir fyrir þetta, vonum að það verði bara sekt en ekki eitthvað meira en það.

Tim Cahill hefur beðist afsökunnar á "fagni" sínu um síðustu helgi, en þá setti hann hendur sínar fyrir framan sig eins og hann væri í handjárnum. En eins og kannski einhverjir vita þá hefur bróðir Tim, Sean Cahill, verið dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að hafa gengið hrottalega í skrokk á manni, með þeim afleiðingum að sá er verulega sjónskertur á eftir. Tim sagði að hann hafi ekki ætlað að særa neinn með þessu "fagni" sínu, en þetta hafi verið ætlað bróður sínum, til að stappa í hann stálinu.

Pienaar fer mikinn þessa dagana í fjölmiðlum á Bretlandseyjum, en hann segist sannfærður um að það skipti ekki máli þó svo að Arteta sé ekki með liðinu, þar sem hann sjálfur geti hæglega leyst hlutverk Arteta með sóma. Hann reyndar lofar Arteta í hástert, þannig að við vonum að þessar yfirlýsingar hans eigi ekki eftir að koma niður á móralnum.

Comments are closed.