Nú er það komið á hreint að Yakubu fær að fara með liðinu til Noregs, en nokkur blótaka er hjá okkur í meiðslum. Arteta er meiddur og er núna farinn til Spánar til að hitta þar sérfræðing út af nárameiðslum. Einnig er Gravesen meiddur á hné og Pienaar er enn meiddur á ökkla.
Aðrir sem fara með liðinu til Noregs eru Andy van der Meyde, unglingarnir Dan Gosling sem er nýkominn í herbúðir okkar og Jack Rodwell.
Tim Howard hefur lýst því yfir að hann sé mjög glaður að Yak fari með til Noregs og segir að hann hafi góð áhrif á liðið. Howard sagði að það að Yak hafi komið of seint til baka til Englands eftir Afríkukeppnina sé gleymt.
Hér er síðan upptalning á þeim sem fóru til Noregs í dag: Howard, Wessels, Hibbert, Neville, Lescott, Yobo, Jagielka, Baines, Valente, Carsley, Osman, vd Meyde, Cahill, Fernandes, Yakubu, Vaughan, Johnson, Anichebe, Rodwell, Gosling
Comments are closed.